Erlent

Bandarískur hermaður dæmdur fyrir nauðgun og morð í Írak

Bandarískur hermaður, Jesse Spielman, hefur verið dæmdur í hundrað og tíu ára fangelsi fyrir þátt sinn í að nauðga og myrða 14 ára íraska stúlku og myrða fjölskyldu hennar.

Spielman tók ekki beinan þátt í morðunum en hann tók þátt í skipuleggja árásina og stóð vörð á meðan fjórir aðrir hermenn réðust á fjölskylduna.

Spielman fékk þyngsta dóminn, þrír mannanna fengu 5-100 ára dóm og sá fjórði bíður enn dóms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×