Erlent

Ford innkallar bíla vegna galla í hraðastýringu

Ford Explorer
Ford Explorer
Ford bílaframleiðandinn hyggst innkalla allt að 3.6 milljónir bíla, pallbíla, sendibíla og jepplinga, eftir að galli fannst í rofa sem stýrir sjálfvirkri hraðastýringu. Rofinn er talinn tengjast brunum sem tilkynnt hefur verið um í vélum bílanna. Innköllunin nær til fjölda tegunda sem framleiddar voru á árunum 1992 til 2002. Þar á meðal eru gerðirnar Ford Explorer og F 150, sem hafa verið seldar hér á landi. Þetta er í sjötta sinn sem fyrirtækið innkallar bíla vegna galla tengdum hraðastýringu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×