Erlent

Færri létust en talið var í fyrstu

Mun færri létu lífið en óttast var þegar brú yfir Mississippi fljót hrundi síðaðsliðinn miðvikudag með þeim afleiðingum að tugir bíla féllu átján metra niður í fljótið.

Nú hafa fimm manns fundist látnir og um hundrað eru slasaðir. Átta er enn saknað. Líklegt er talið að slysið muni draga dilk á eftir sér þar sem tugir þúsunda brúa í Bandaríkjunum eru taldar óöruggar. Rannsakað verður hvort nefndin sem hefur það verkefni að tryggja að brýr á hraðbrautinni séu öruggar hafi sinnt eftirliti sem skyldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×