Erlent

Fjórðungur bandarískra brúa úreltur

Sighvatur Jónsson skrifar

Einn til viðbótar hefur fundist látinn eftir brúarslysið í Minneapolis-borg í Bandaríkjunum og er tala látinna þá komin í fimm. Það tók tuttugu björgunarmenn heilan dag að ná líkinu úr rústum brúarinnar. Samkvæmt gögnum bandaríska samgönguráðuneytisins er um fjórðungur bandarískra brúa talinn úreltur.

Samkvæmt gögnum bandaríska samgönguráðuneytisins um ástandið á 600.000 brúm landsins, var um fjórðungur þeirra talin úreltur, og burðarvirki þeirra úr sér gengin, árið 2005. Þeirra á meðal var Mississippi brúin, þótt hún hafi staðist skoðun síðustu 2 ár.

Eftirlitsmönnum er ekki um að kenna, heldur skortur á fjármagni til viðgerða, segir fyrrverandi meðlimur samgöngunefndar.

Málið hefur vakið upp umræðu um ástand brúa í Bandaríkjunum. Eftirlitsmenn hafa víða kannað ástand brúa sem svipar til þeirrar sem hrundi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×