Erlent

Málverk ranglega eignað Van Gogh

Oddur S. Báruson skrifar

Málverk sem hefur alla tíð verið eignað listmálaranum Vincent van Gogh er alls ekki úr smiðju meistarans. Þrálegar skoðanir hollenskra sérfræðinga á verkinu leiddu til þessarar niðurstöðu. Ekki er vitað hver málaði.

 

Efasemdir um höfund verksins vöknuðu þegar það var til sýnis á safni í Edinborg í ágúst á síðasta ári. Þá benti gagnrýnandi nokkur á að stíll verksins samræmdist ekki öðrum verkum van Gogh frá því tímabili sem það var talið vera málað á. Þá minnist Gogh hvergi á verkið í fjölmörgum bréfaskrifum sínum. Eftir sýninguna í Edinborg var verkið sent til Amsterdam til skoðunar.

Málverkið ber titilinn Head of a Man, eða Mannshöfuð, og sýnir hrokkinhærðan skeggjaðan karlmann á ljósbrúnum grunni.

Verkið hefur verið varðveitt á Viktoríusafninu í Ástralíu síðan árið 1939. Það hefur hingað til verið metið á 1,3 milljarða íslenskra króna. Allsóvíst er hvort sá prís haldist eftir uppgötvunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×