Erlent

Kínverjar leggja innflutningsbann á sjávarafurðir frá Indónesíu

Oddur S. Báruson skrifar

Ríkisstjórn Kína hefur sett innflutningsbann á fisk og aðrar sjávarafurðir frá Indónesíu eftir að þungmálmar og önnur óæskileg efni fundust í nokkrum vörum. Kvikasilfur og kadmín voru meðal málmanna sem fundust.

Nú þegar bannið hefur tekið gildi verða allar sjávarafurðir umsvifalaust sendar til baka eða eytt.

Samkvæmt yfirlýsingu frá kínverskum stjórnvöldum er um tímabundið bann að ræða en ekki hefur verið ákvæðið hvenær því verður aflétt.



Þetta kemur fram að vef Reuters



Fleiri fréttir

Sjá meira


×