Erlent

Bjargað úr bráðri lífshættu í annað sinn á ævinni

Marcelo Cruz bjargaðist giftusamlega úr bráðri lífshættu í annað sinn á ævi sinni þegar Minneapolis brúin hrundi í vikunni. Fyrir sjö árum taldi lögreglan í Norður-Karolínu Cruz af eftir að hann hafði orðið fyrir skoti í vopnuðu ráni. Hann hélt lífi en lamaðist frá mitti.

Cruz var svo í ökuferð í bifreið sinni um Minneapolis síðastliðinn miðvikudag. Hann var staddur á brúnni þegar hann tók eftir því að hún fór að hristast til og hrundi síðan skömmu seinna. Cruz segist hafa séð 10-20 bíla hrynja niður. Bíll hans hafi svo byrjað að renna en staðnæmst við girðingu og ekki fallið niður í ána. Cruz var svo bjargað af tveimur björgunarsveitarmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×