Erlent

Rússar vilja auka viðbúnað sinn á Miðjarðarhafinu

MYND/Getty
Yfirmaður rússneska flotans segir að Rússar eigi að láta meira til sín taka á Miðjarðarhafinu. Ummælin hafa vakið nokkra athygli í ljósi þess að Rússland liggur hvergi að hafinu og því ekki ljóst hvar rússneskur Miðjarðarhafsfloti ætti að hafa bækistöð. Aðmírállinn, Vladimir Masorin, heimsótti flotastöð Svartahafsflotans í Úkraínsku borginni Sevastopol í morgun og þar lét hann þessi orð falla.

„Miðjarðarhafið er mjög mikilvægt í hernaðarlegum skilningi fyrir Svartahafsflotann," sagði Masorin í ávarpi til sjóliða sinna. „Ég leg því til að rússneski flotinn taki upp fasta viðveru á Miðjarðarhafi," sagði Aðmírállinn, en lét þess í engu getið hvar sá floti ætti að hafa aðsetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×