Erlent

Frakkar selja Líbýu eldflaugar

Gaddafi, forseti Líbýu.
Gaddafi, forseti Líbýu. MYND/Getty

Líbýumenn og Frakkar hafa gert með sér vopnasölusamning sem gerir ráð fyrir því að Líbýa kaupi franskar eldflaugar sem ætlað er að granda skriðdrekum. Þetta mun vera fyrsti vopnasamningurinn sem vestrænt ríki gerir við Líbýu eftir að viðskiptabanni á landið var aflétt árið 2004.

Frakkar hafa staðfest samninginn sem gerður er stuttu eftir að búlgörskum hjúkrunarfræðingum og palestínskum lækni var sleppt úr haldi í Líbýu en þau höfðu verið dæmd til dauða fyrir að smita börn af alnæmi. Frakkar höfðu milligöngu um lausn deilunnar í síðasta mánuði.

Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, hefur þvertekið fyrir að samningurinn sem mun vera sá fyrsti af mörgum, hafi nokkuð með lausn hjúkrunarfólksins að gerast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×