Ítalir rökræða stöðu kvenna í þjóðfélaginu Jónas Haraldsson skrifar 25. júlí 2007 10:50 Elisabetta CanalisMYND/Vísir Mikil umræða fer nú fram á Ítalíu um stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Ímynd kvenna þar í landi snýst um kynþokka og að hafa laglegar línur. Sumar konur telja karlrembu vera vera ástæðuna en aðrar konur segja ekkert eðlilegra en að vera stoltar af líkama sínum. Smellið á „Spila" til þess að sjá myndbrot með fréttinni. Ítalir á Fiumicino flugvelli virðast ekki kippa sér mikið upp við gríðarstórt auglýsingaspjald, sem á er mynd af fáklæddri konu í svörtum brjóstahaldara, á meðan þeir biðu eftir flugum nú í sumar. Um auglýsingu fyrir ítalska undirfatafyrirtækið Intimissimi er að ræða og samkvæmt ítölskum stöðlum er auglýsingin allt að því hófsöm. Þeir tóku hins vegar eftir því þegar að breskt dagblað birti grein sem hét „Nakinn metnaður" sem hélt því fram að allt á Ítalíu snerist um stór brjóst og lögulega afturenda. Í henni sagði ennfremur að kynferðislegar ímyndir væru viðtekin venja og femínismi væri dauður. Með greininni voru tvær myndir. Annars vegar af frægri ítalskri stúlku, Elisabetta Canalis, þar sem hún er hálfnakin að auglýsa farsíma. Hins vegar var mynd af Ilariu d'Amico, íþróttafréttakonu á Ítalíu, íklæddri flegnum svörtum kjól og á textanum undir myndinni stóð að hún væri sífellt klædd á þann hátt í sjónvarpinu, umkringd karlmönnum í jakkafötum.Skiptar skoðanir meðal ítalskra kvennaIlaria d'Amico að störfum í knattspyrnuþætti sínum.MYND/VísirFjölmargar ítalskar konur segja að nú sé nóg komið og eitthvað verði að gera til þess að vega á móti karlrembunni. Lilli Gruber, fyrsti kvenkyns sjónvarpsþulurinn á Ítalíu og nú evrópuþingmaður (fyrsti viðmælandi á meðfylgjandi myndbandi), segir að ástæðurnar fyrir ástandinu séu þær að skortur á reglugerðum og mikil karlmennska leiði til þess að konur haldi að þær geti komist áfram á því að notfæra sér líkama sína í stað þess að nýta gáfurnar. Alessia Merz, sem er kynnir í ítölskum sjónvarpsþætti segir hins vegar aðra sögu (annar viðmælandi á meðfylgjandi myndbandi). „Þegar þú kemur fram í sjónvarpi og ert falleg kona áttu ekki að þurfa að hylja þig frá toppi til táar og forðast að sýna línurnar, til þess að fela það að þú hafir falleg brjóst, eða að forðast það að vera í sundfötum svo að það sjáist ekki í lögulegan afturendann. Að sýna hvernig þú ert vaxin er ekki að hlutgera sig. Það þýðir einfaldlega að ég er falleg kona sem get leyft mér að sýna líkama minn." Á yfirborðinu virðist sem það sé það álit sem að flestir hafi. Ítölsk dagblöð og tímarit eru full af auglýsingum með fáklæddum og ögrandi klæddum konum. Jafnréttisráðherra Ítalíu, Barböru Pollastrini, blöskrar sú ímynd sem gefin er af ítölskum konum. Hún heldur því fram að ítalskar konur hafi náð stórstíga framförum á mörgum sviðum. Þá kennir hún karlmönnum, sem eru í meirihluta í ráðandi stöðum í ítölsku þjóðfélagi, um þá ímynd sem nú birtist alls staðar af ítölskum konum. Erlent Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Elisabetta CanalisMYND/Vísir Mikil umræða fer nú fram á Ítalíu um stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Ímynd kvenna þar í landi snýst um kynþokka og að hafa laglegar línur. Sumar konur telja karlrembu vera vera ástæðuna en aðrar konur segja ekkert eðlilegra en að vera stoltar af líkama sínum. Smellið á „Spila" til þess að sjá myndbrot með fréttinni. Ítalir á Fiumicino flugvelli virðast ekki kippa sér mikið upp við gríðarstórt auglýsingaspjald, sem á er mynd af fáklæddri konu í svörtum brjóstahaldara, á meðan þeir biðu eftir flugum nú í sumar. Um auglýsingu fyrir ítalska undirfatafyrirtækið Intimissimi er að ræða og samkvæmt ítölskum stöðlum er auglýsingin allt að því hófsöm. Þeir tóku hins vegar eftir því þegar að breskt dagblað birti grein sem hét „Nakinn metnaður" sem hélt því fram að allt á Ítalíu snerist um stór brjóst og lögulega afturenda. Í henni sagði ennfremur að kynferðislegar ímyndir væru viðtekin venja og femínismi væri dauður. Með greininni voru tvær myndir. Annars vegar af frægri ítalskri stúlku, Elisabetta Canalis, þar sem hún er hálfnakin að auglýsa farsíma. Hins vegar var mynd af Ilariu d'Amico, íþróttafréttakonu á Ítalíu, íklæddri flegnum svörtum kjól og á textanum undir myndinni stóð að hún væri sífellt klædd á þann hátt í sjónvarpinu, umkringd karlmönnum í jakkafötum.Skiptar skoðanir meðal ítalskra kvennaIlaria d'Amico að störfum í knattspyrnuþætti sínum.MYND/VísirFjölmargar ítalskar konur segja að nú sé nóg komið og eitthvað verði að gera til þess að vega á móti karlrembunni. Lilli Gruber, fyrsti kvenkyns sjónvarpsþulurinn á Ítalíu og nú evrópuþingmaður (fyrsti viðmælandi á meðfylgjandi myndbandi), segir að ástæðurnar fyrir ástandinu séu þær að skortur á reglugerðum og mikil karlmennska leiði til þess að konur haldi að þær geti komist áfram á því að notfæra sér líkama sína í stað þess að nýta gáfurnar. Alessia Merz, sem er kynnir í ítölskum sjónvarpsþætti segir hins vegar aðra sögu (annar viðmælandi á meðfylgjandi myndbandi). „Þegar þú kemur fram í sjónvarpi og ert falleg kona áttu ekki að þurfa að hylja þig frá toppi til táar og forðast að sýna línurnar, til þess að fela það að þú hafir falleg brjóst, eða að forðast það að vera í sundfötum svo að það sjáist ekki í lögulegan afturendann. Að sýna hvernig þú ert vaxin er ekki að hlutgera sig. Það þýðir einfaldlega að ég er falleg kona sem get leyft mér að sýna líkama minn." Á yfirborðinu virðist sem það sé það álit sem að flestir hafi. Ítölsk dagblöð og tímarit eru full af auglýsingum með fáklæddum og ögrandi klæddum konum. Jafnréttisráðherra Ítalíu, Barböru Pollastrini, blöskrar sú ímynd sem gefin er af ítölskum konum. Hún heldur því fram að ítalskar konur hafi náð stórstíga framförum á mörgum sviðum. Þá kennir hún karlmönnum, sem eru í meirihluta í ráðandi stöðum í ítölsku þjóðfélagi, um þá ímynd sem nú birtist alls staðar af ítölskum konum.
Erlent Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira