Erlent

Bandaríkin og Íran funda

Embættismenn frá Bandaríkjunum og Íran funda nú um öryggismál í Írak. Þetta er einungis annar fundur ríkjanna í 27 ár, en þau hittust einnig í lok maí á þessu ári. Bandaríkin saka Íran um að styða vígamenn sem ráðast á herlið Bandaríkjanna og Bretlands í Írak, en Íran kennir veru bandaríkjamanna  hinsvegar um öryggisástandið þar. Þúsundir manns látast í átökum í Írak í hverjum mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×