Erlent

Þúsundir Breta án vatns og rafmagns eftir flóð

Björgunarsveitarmenn hafa í allan dag aðstoða fórnarlömb flóða nærri Gloucsterskíri í Bretlandi. Þúsundir manna eru nú án rafmagns og drykkjarvatns í einum mestu flóðum sem mælst hafa í Bretlandi í áratugi.

Neyðarástand hefur ríkt á vestanverðu Englandi eftir úrhellisrigningu á föstudaginn en þá rigndi á fáeinum klukkustundum sem samsvarar mánaðarúrkomu. Ár flæddu yfir baka sína og þurftu þúsundir manna að flýja heimili sín. Björgunarsveitarmenn hafa frá því um helgina staðið í ströngu við að aðstoða fólk hefur orði innlyksa á heimilum sínum.

Lögreglan telur að flóðin nái hámarki í kvöld en víða er aðstæður erfiðar. Þúsundir heimila eru án rafmagns og þrjú hundruð og fimmtíu þúsund íbúar í héraðinu Gloucesterskíri, sem varð einna verst úti, eru án drykkjarvatns. Talið er að það muni að minnsta kosti taka tvo daga að tryggja þeim drykkjarvatn á ný.

Tryggingarfélög í Bretlandi búa sig nú undir háar kröfur tryggingartaka sem illa hafa orðið úti í flóðunum. Talsmaður tryggingarfélaganna telur að kröfur vegna skemmda sem flóðin hafa valdið geti numið allt að tvö hundruð og fimmtíu milljörðum króna.

Óttast er að tvær stærstu ár landsins, Thames og Servern, muni flæða yfir bakka sína. Búist er við áframhaldandi rigningum á svæðinu í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×