Erlent

Fundu líkamsleifar barna og fóstra

MYND/AFP

Lögreglan á Indlandi fann í morgun um þrjátíu poka sem innhéldu líkamsleifar ungra barna og kvenkynsfóstra.Pokarnir fundust í brunni skammt frá einkarekinni læknamiðstöð í Orissa héraði.

Framkvæmdastjóri læknamiðstöðvarinnar hefur verið handtekinn en talið er líklegt að líkamsleifarnar tengist ólöglegum fóstureyðingum og barnamorðum.

Lögreglunni hefur nú þegar tekist að bera kennsl á um 10 kvenkynsfóstur en öðru leyti liggur ekki fyrir um hversu mörg börn er að ræða.

Stúlkumorð eru algeng í Indlandi en hjá fátækum fjölskyldum þykir ekki eftirsóknarvert að eignast stúlku þar sem þær þykja byrði á fjölskyldunni og ekki eins góðar fyrirvinnur og strákar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×