Erlent

Íranir og Bandaríkjamenn funda um stöðuna í Írak

Bandarískir og íraskir hermenn í Baqouba skammt frá Bagdad, fyrr í mánuðinum.
Bandarískir og íraskir hermenn í Baqouba skammt frá Bagdad, fyrr í mánuðinum. Mynd/ AP

Bandarískir og íranskir stjórnarerindrekar munu funda um stöðu Íraks í Bagdad í næstu viku, samkvæmt heimildum CNN fréttastofunnar.

Utanríkisráðherra Íraka, Hoshyar Zebari, segir að fundurinn fari fram þann 24. júlí næstkomandi. Hann segir að Írakar styðji þessar viðræður og voni að þær verði til þess að einhverjar lausnir finnist. Ráðherrann sagði að sendiherrar Bandaríkjanna og Írana leiddu viðræðurnar og að íraskir embættismenn yrðu viðstaddir. Sendiherrarnir funduðu í Bagdad þann 28. maí síðastliðinn á umfangsmesta fundi sem ríkin hafa haldið í næstum þrjá áratugi.

Íranir og Bandaríkjamenn hafa ekki haft diplómatísk tengsl síðan að Íranir gerðu byltingu árið 1979. Sú ringulreið sem hefur skapast í Írak að undanförnu hefur hins vegar hvatt þessi tvö ríki til að samstöðu um að finna lausn á málinu

Ekkert lát virðist vera á mannskæðum árásum í Írak. Í gær létust fimm Írakar og að minnsta kosti 11 manns særðust þegar smárúta sprakk í Baladiyat í Bagdad. Á meðal hinna látnu var ársgamalt barn. Þá létust sex manns í norðurhluta borgarinnar eftir loftárás frá Bandaríkjaher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×