Erlent

Þrír meintir hryðjuverkamenn handteknir í Ítalíu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ítalska lögreglan leitar nú fjórða mannsins í tengslum við hryðjuverkastarfsemi. Myndin er úr safni.
Ítalska lögreglan leitar nú fjórða mannsins í tengslum við hryðjuverkastarfsemi. Myndin er úr safni. Mynd/ AFP

Ítalska lögreglan hefur handtekið þrjá Marokkóbúa sem grunaðir eru um að starfrækja hryðjuverkaskóla í borginni Perugia. Þeir leita nú fjórða mannsins, en talið er að hann hafi flúið Ítalíu.

Mennirnir þrír eru grunaðir um að reka skólann í mosku. Lögreglan telur að í moskunni hafi verið kennd notkun sprengju- og eiturefna. Þá hafi einnig verið veitt leiðsögn við flug Boeing 747 flugvéla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×