Erlent

Skvettu málningu á íslenska ræðismannsskrifstofu

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Málningu var slett á á húsnæði íslensku ræðismannsskrifstofunnar í Edinborg klukkan hálfsex í morgun. Skrifað var með gulum stöfum að allur heimurinn væri að fylgjast með Íslandi. Á tröppur húsnæðisins var málað "Íslandi blæðir". Samkvæmt dagblaðinu Evening news í Skotlandi hafa samtökin Saving Iceland lýst verknaðinum á hendur sér.

Haukur Ólafsson sendifulltrúi íslenska sendiráðsins í London segir sendiráðið í London ekki hafa orðið fyrir barðinu á mótmælendum og að málið sé til rannsóknar hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×