Erlent

Japanir þurfa að draga úr rafmagnsnotkun

Sprungur við Kashiwazaki-Kariwa kjarnorkuverið í Japan.
Sprungur við Kashiwazaki-Kariwa kjarnorkuverið í Japan. MYND/AFP

Akira Amari, iðnaðar og viðskiptaráðherran Japans, hvatti í morgun japönsk fyrirtæki til að draga verulega úr rafmagnsnotkun á næstu mánuðum. Stór jarðskjálfti reið yfir norðurhluta Japans á mánudaginn með þeim afleiðingum að loka þurfti stærsta kjarnorkuveri landsins.

Ef ekki dregur úr rafmagnsnotkun á næstunni gætu japönsk stjórnvöld þurft að grípa til þeirra ráða að skammta rafmagn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×