Enski boltinn

Anelka skoraði tvívegis í sigri Bolton

NordicPhotos/GettyImages
Nicolas Anelka var í stuði í dag þegar Bolton tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í Friðarbikarnum í Suður-Kóreu með 2-1 sigri á Santander frá Spáni. Spænska liðið náði forystunni í fyrri hálfleik með marki Albendea, en Anelka skoraði tvö mörk á níu mínútna kafla í þeim síðari og tryggði Bolton sigurinn. Tottenham tók þátt í þessu móti fyrir hönd Englendinga í fyrra og sigraði á mótinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×