Erlent

Ákærður fyrir þátttöku í sprengjutilræðum í Bretlandi

Ástralska lögreglan hefur ákært Muhammad Haneef, indverskan lækni, fyrir þátttöku sína í sprengjutilræðunum í Bretlandi í lok júní. Í ákærunni sem gefin var út á hendur honum kemur fram að hann sé ákærður fyrir stuðning við hryðjuverkasamtök.

Hann var handtekinn þegar hann reyndi að fara frá Ástralíu til Indlands aðeins með miða aðra leiðina. Lögreglan gat rakið samskipti á milli hans og tveggja fjarskyldra frænda sem eru í haldi lögreglunnar í Bretlandi vegna málsins. Haneef er annar maðurinn sem ákærður er vegna tilræðanna en hann á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×