Rússar rifta samkomulagi við NATO um takmörkun á herafla í Evrópu Jónas Haraldsson skrifar 14. júlí 2007 09:43 Rússar hafa tímabundið sagt sig úr samkomulagi sem takmarkar fjölda herdeilda og þungavopna á ýmsum stöðum í Evrópu. Vladimir Putin, forseti Rússlands, skrifaði undir lög þess efnis nú í morgun. Samkomulagið á að takmarka fjölda skriðdreka, þungavopna og herflugvéla í Evrópu. Rússar segja Evrópuþjóðir ekki vilja staðfesta nýja útgáfu þess, sem gerð var 1999, og tekur á breyttum öryggisaðstæðum í Evrópu eftir lok Kalda stríðsins. Viðræður við NATO í síðasta mánuði um málið skiluðu engum árangri.„Samkomulagið einn af hornsteinum öryggis Evrópu“Talsmaður NATO sagði samkomulagið vera einn af hornsteinum öryggis Evrópu. Eitt af helstu ágreiningsmálunum aðilanna tveggja er þráfylgni NATO varðandi hvar rússneskar hersveitir mega safnast saman.Samkomulagið meinar rússneska hernum að vera of nálægt landamærum ákveðinna ríkja og takmarkar þannig hreyfingar hersins á rússnesku landssvæði. Stjórnvöld í Moskvu vilja meina að þau þurfi að senda herdeildir að landamærum sínum vegna ótryggs ástands í sumum ríkjum fyrrum Sovétríkjanna.Kólnandi samskipti Austurs og VestursÁkvörðun Rússa á sér stað á sama tíma og samskiptum þeirra við Vesturlönd hefur hrakað verulega. Rússar eru ósáttir við útbreiðslu NATO til austurs og segja samtökin ógna áhrifasvæði sínu.Þá hafa Vesturlönd látið í ljós áhyggjur vegna þess hversu tilbúnir Rússar eru til þess að nota gasbirgðir sínar í pólitískum tilgangi.Einnig hefur mál Alexanders Litvinenko, njósnarans sem var myrtur í Bretlandi á síðasta ári, orðið til þess að samskipti Rússa við Breta hafa kólnað verulega.Þá hafa deilur Rússa og Bandaríkjamanna um fyrirhugað eldflaugavarnarkerfi þeirra síðarnefndu í Austur-Evrópu ekki bætt ástandið. Erlent Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira
Rússar hafa tímabundið sagt sig úr samkomulagi sem takmarkar fjölda herdeilda og þungavopna á ýmsum stöðum í Evrópu. Vladimir Putin, forseti Rússlands, skrifaði undir lög þess efnis nú í morgun. Samkomulagið á að takmarka fjölda skriðdreka, þungavopna og herflugvéla í Evrópu. Rússar segja Evrópuþjóðir ekki vilja staðfesta nýja útgáfu þess, sem gerð var 1999, og tekur á breyttum öryggisaðstæðum í Evrópu eftir lok Kalda stríðsins. Viðræður við NATO í síðasta mánuði um málið skiluðu engum árangri.„Samkomulagið einn af hornsteinum öryggis Evrópu“Talsmaður NATO sagði samkomulagið vera einn af hornsteinum öryggis Evrópu. Eitt af helstu ágreiningsmálunum aðilanna tveggja er þráfylgni NATO varðandi hvar rússneskar hersveitir mega safnast saman.Samkomulagið meinar rússneska hernum að vera of nálægt landamærum ákveðinna ríkja og takmarkar þannig hreyfingar hersins á rússnesku landssvæði. Stjórnvöld í Moskvu vilja meina að þau þurfi að senda herdeildir að landamærum sínum vegna ótryggs ástands í sumum ríkjum fyrrum Sovétríkjanna.Kólnandi samskipti Austurs og VestursÁkvörðun Rússa á sér stað á sama tíma og samskiptum þeirra við Vesturlönd hefur hrakað verulega. Rússar eru ósáttir við útbreiðslu NATO til austurs og segja samtökin ógna áhrifasvæði sínu.Þá hafa Vesturlönd látið í ljós áhyggjur vegna þess hversu tilbúnir Rússar eru til þess að nota gasbirgðir sínar í pólitískum tilgangi.Einnig hefur mál Alexanders Litvinenko, njósnarans sem var myrtur í Bretlandi á síðasta ári, orðið til þess að samskipti Rússa við Breta hafa kólnað verulega.Þá hafa deilur Rússa og Bandaríkjamanna um fyrirhugað eldflaugavarnarkerfi þeirra síðarnefndu í Austur-Evrópu ekki bætt ástandið.
Erlent Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira