Erlent

Tveir virtir repúblikanar vilja hermenn heim

Bush mun beita neitunarvaldi gegn tillögum um heimkvaðningu hermanna.
Bush mun beita neitunarvaldi gegn tillögum um heimkvaðningu hermanna. Mynd/ AFP
Tveir öldungadeildarþingmenn repúblikanaflokksins krefjast þess að Bush Bandaríkjaforseti setji fram áætlun um að draga úr herliði í Írak fyrir árslok. Tillagan sem þeir John Warner og Richard Lugar hafa lagt fram felur í sér að stjórnin hefjist nú þegar handa við að undirbúa heimkvaðningu hermanna. Þeir vilja að fyrirætlanirnar verði tilkynntar fyrir fulltrúadeildinni fyrir 16. október á þessu ári. Þeim verði svo hrint í framkvæmd fyrir 31. desember.

 

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag tillögu þess efnis að meirihluti bandarískra hermanna yfirgefi Írak fyrir 1. apríl 2008. Bush hefur fullyrt að hann muni beita neitunarvaldi gegn öllum tillögum sem miða að því að tímasetja brotthvarf frá Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×