Dómstólaráð Líbíu endurskoðar dauðadóm á mánudaginn Jónas Haraldsson skrifar 11. júlí 2007 07:40 Dómstólaráð Líbíu mun koma saman á mánudaginn 16. júlí og ákveða örlög sexmenninganna. Dauðadómur yfir þeim var staðfestur í morgun. Dómstólaráðið ákvað að taka málið að sér og getur mildað dóminn eða náðað fólkið. Embættismenn í Líbíu segja það þó háð samkomulagi um bætur fyrir fjölskyldur þeirra barna sem smituðust svo að þær geti borgað fyrir umönnun barna sinna. Seint í gærkvöldi tilkynnti Gaddafi-stofnunin, sem hefur gegnt hlutverki sáttasemjara í deilunni, því yfir að sátt hefði náðst um bætur handa fjölskyldum þeirra barna sem smituðust af HIV árið 1998. Talið er að meiningin með þeirri yfirlýsingu hafi verið að lægja öldurnar í alþjóðasamfélaginu og gefa til kynna að fólkið yrði náðað. Evrópusambandið hefur lýst yfir vonbrigðum sínum að hæstiréttur Líbíu staðfesti dauðadóminní morgun. Þeir sögðust þó vonast eftir því að farsæl lausn næðist í málinu von bráðar. Forseti Búlgaríu, en fimm starfsmannanna koma þaðan, sagðist vonast til þess að dómstólaráðið, sem dómsmálaráðherra Líbíu situr yfir, myndi náða fólkið. Smellið á „Spila" hnappinn til þess að sjá myndband af fólkinu í hæstarétt landsins.Hafa setið í fangelsi síðan 1999Heilbrigðisstarfsfólkið hefur setið í fangelsi síðan árið 1999 en smitin áttu sér stað árið 1998. Líbía var lengi vel í alþjóðlegri einangrun vegna kjarnorkuáætlunar sinnar. Árið 2003 gaf landið hana síðan upp á bátinn en hefur síðan þurft að glíma við afleiðingar HIV málsins.Um fimm búlgarska hjúkrunarfræðinga og einn palestínskan lækni er að ræða. Atburðurinn á að hafa átt sér stað árið 1998. 56 börn af þeim 438 sem voru smituðust hafa látið lífið. Sökuð um að hafa vitandi gefið börnunum HIV-sýkt blóðFólkið var sakfellt fyrir að hafa gefið börnunum blóð sem þau vissu að væri HIV-sýkt í þeim tilgangi að reyna að finna lækningu við AIDS. Það segist hafa verið pyntað þar til það gekkst við verknaðinum. Sumar hjúkrunarkonurnar segja að þeim hafi verið nauðgað til þess að fá þær til þess að játa. Opinberlega hafa þau ávallt haldið fram sakleysi sínu.Fyrsti dómurinn féll í málinu árið 2004 og var fólkið þá dæmt til dauða. Hæstiréttur landsins lét rétta aftur í málinu og nú rétt fyrir jól varð niðurstaðan sú sama. Þau áfrýjuðu þá og nú hefur dauðadómurinn verið staðfestur af hæstarétti landsins. Fólkið var ekki viðstatt dómsuppkvaðninguna í morgun.Óháðir sérfræðingar gerðu rannsókn á málinu og niðurstaða þeirra var að börnin hefðu smitast áður en fólkið kom til starfa í landinu. Margir segja Muammar Gaddafi, forseta landsins, vera að reyna að breiða yfir galla í heilbrigðiskerfinu með því að sækja fólkið til saka. Erlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Dómstólaráð Líbíu mun koma saman á mánudaginn 16. júlí og ákveða örlög sexmenninganna. Dauðadómur yfir þeim var staðfestur í morgun. Dómstólaráðið ákvað að taka málið að sér og getur mildað dóminn eða náðað fólkið. Embættismenn í Líbíu segja það þó háð samkomulagi um bætur fyrir fjölskyldur þeirra barna sem smituðust svo að þær geti borgað fyrir umönnun barna sinna. Seint í gærkvöldi tilkynnti Gaddafi-stofnunin, sem hefur gegnt hlutverki sáttasemjara í deilunni, því yfir að sátt hefði náðst um bætur handa fjölskyldum þeirra barna sem smituðust af HIV árið 1998. Talið er að meiningin með þeirri yfirlýsingu hafi verið að lægja öldurnar í alþjóðasamfélaginu og gefa til kynna að fólkið yrði náðað. Evrópusambandið hefur lýst yfir vonbrigðum sínum að hæstiréttur Líbíu staðfesti dauðadóminní morgun. Þeir sögðust þó vonast eftir því að farsæl lausn næðist í málinu von bráðar. Forseti Búlgaríu, en fimm starfsmannanna koma þaðan, sagðist vonast til þess að dómstólaráðið, sem dómsmálaráðherra Líbíu situr yfir, myndi náða fólkið. Smellið á „Spila" hnappinn til þess að sjá myndband af fólkinu í hæstarétt landsins.Hafa setið í fangelsi síðan 1999Heilbrigðisstarfsfólkið hefur setið í fangelsi síðan árið 1999 en smitin áttu sér stað árið 1998. Líbía var lengi vel í alþjóðlegri einangrun vegna kjarnorkuáætlunar sinnar. Árið 2003 gaf landið hana síðan upp á bátinn en hefur síðan þurft að glíma við afleiðingar HIV málsins.Um fimm búlgarska hjúkrunarfræðinga og einn palestínskan lækni er að ræða. Atburðurinn á að hafa átt sér stað árið 1998. 56 börn af þeim 438 sem voru smituðust hafa látið lífið. Sökuð um að hafa vitandi gefið börnunum HIV-sýkt blóðFólkið var sakfellt fyrir að hafa gefið börnunum blóð sem þau vissu að væri HIV-sýkt í þeim tilgangi að reyna að finna lækningu við AIDS. Það segist hafa verið pyntað þar til það gekkst við verknaðinum. Sumar hjúkrunarkonurnar segja að þeim hafi verið nauðgað til þess að fá þær til þess að játa. Opinberlega hafa þau ávallt haldið fram sakleysi sínu.Fyrsti dómurinn féll í málinu árið 2004 og var fólkið þá dæmt til dauða. Hæstiréttur landsins lét rétta aftur í málinu og nú rétt fyrir jól varð niðurstaðan sú sama. Þau áfrýjuðu þá og nú hefur dauðadómurinn verið staðfestur af hæstarétti landsins. Fólkið var ekki viðstatt dómsuppkvaðninguna í morgun.Óháðir sérfræðingar gerðu rannsókn á málinu og niðurstaða þeirra var að börnin hefðu smitast áður en fólkið kom til starfa í landinu. Margir segja Muammar Gaddafi, forseta landsins, vera að reyna að breiða yfir galla í heilbrigðiskerfinu með því að sækja fólkið til saka.
Erlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira