Erlent

Stígvél rokseljast á Hróarskeldu

Gestir á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku keyptu sér stígvél um helgina og talið að aldrei hafi selst jafn mörg slík á hátíðinni síðan hún var haldin fyrst 1971. Rignt hefur á tónleikagesti og þeir því þurft að vaða eðju milli sviða til að berja hljómsveitir augu og hlýða á þær.

Sumir létu drulluna ekki á sig fá eins og sjá má. Tónleikahaldarar segja gesti hafa verið færri í ár en áður vegna veðurs - ekki komi hátíðin þó út í tapi en minna fé verði nú hægt að láta af hendi rakna til góðra málefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×