Erlent

Live Earth lauk í nótt

Live Earth tónleikunum lauk í New Jersey í Bandaríkjunum í nótt þegar söngvarinn Sting og hljómsveit hans The Police stigu á svið og skemmtu gestum.

Tónleikar voru haldnir síðasta sólahring í níu borgum um allan heim og komu ýmsar stjörnur fram til að vekja athygli á ógninni sem steðjar að heiminum vegna loftslagsbreytinga.

Þeir sem gagnrýnt hafa tónleikana segja skemmtikraftana marga hverja umhverfissóða og þar fyrir utan hafi margir þeirra flogið á mengandi þotum milli landa til að skemmta.

Tónleikahaldarar segja allt hafa verið gert til að tryggja að tónleikarnir væru eins grænir og mögulegt væri. Ágóðinn færi svo til umhverfismála eins og vera bæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×