Erlent

Ofursti féll í átökum við Rauðu Moskuna

Ofursti í pakistanska hernum féll í átökum við rótæka stúdenta við Rauðu moskuna í Íslamabad, höfuðborg Pakistans, í morgun. Skotið var á ofurstann þar sem hann leiddi herdeild sem var gert að sprengja gat á vegg moskunnar svo hægt yrði að frelsa hundruð kvenna og barna sem haldið er þar inni.

Um tuttugu hafa fallið síðan til átaka kom milli hers og Maulana Abduls Aziz, æðstaklerks og nemenda hans á þriðjudaginn. Umsátursástand hefur verið við moskuna síðan þá. Aziz og fylgismenn hans vilja koma á ríki í Pakistan í samræmi við kröfur talíbana. Klerkurinn var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann reyndi að flýja moskuna en fylgismenn hans eru þar enn. Pervez Musharraf, forseti Pakistans sagði í gær að þeir ættu engan annan kost en að gefast upp, ellegar yrðu þeir allir felldir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×