Erlent

Láta tvö hundruð og fimmtíu Palestínumenn lausa

Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti í morgun að láta tvö hundruð og fimmtíu Palestínumenn lausa úr fangelsi. Þetta er gert til að styrkja neyðarstjórn Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, sem skipuð var í síðasta mánuði eftir að liðsmenn Hamas tóku völdin á Gaza-ströndinni og ráku liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas þaðan.

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hét því á fundi með forsetanum fyrir hálfum mánuði frelsa Fatah-liða úr fangelsum Ísraela. Í síðustu viku losuðu þeir um skatt greiðslur til Palestínumanna sem voru frystar fyrir ári þegar Hamas-samtökin komust til valda og mynduðu stjórn. Það var einnig gert til að styrkja stjórn Abbas en þá var hægt að greiða opinberum starfsmönnum laun að fullu í fyrsta sinn í tæpt eitt og hálft ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×