Erlent

Forseti Nígeríu krefst lausnar breskrar stúlku

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Forseti Nígeríu, Umaru Yar'Adua, hefur krafist þess að mannræningjar sem hafa þriggja ára breska stúlku í haldi sleppi henni tafarlaust.

Stúlkunni var rænt á fimmtudag þegar hún var á leið í skóla í borginni Port Harcourt. Forsetinn hefur skipað nígerískum öryggissveitum að tryggja að Margaret Hill verði skilað heilu á höldnu aftur til foreldra sinna. Móðir stúlkunnar segir að mannræningjarnir hafi fallist á að skila henni fái þeir föður hennar í skiptum. Þá hafi þeir farið farið fram á lausnargjald. MEND, herskár hópur sem berst fyrir sjálfstæði Níger-ósa svæðisins hefur boðið fram aðstoð sína við að hafa uppi á stúlkunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×