Erlent

Þrjú hundruð ær drepast í óveðri í Danmörku

Ólíklegt er að eigandi ánna verði fundinn sekur um illa meðferð á dýrum
Ólíklegt er að eigandi ánna verði fundinn sekur um illa meðferð á dýrum Mynd/ AFP

Óveður og vatnavextir við Vadehaved í Danmörku kostaði 300 ær lífið í síðustu viku. dýraverndarsamtök í Danmörku telja að eigandinn hefði átt að gæta betur að öryggi dýranna. Þau vilja að dýraverndarlögum verði breytt.

Það var átakanleg sýn, sem blasti við íbúum og ferðamönnum sem gengu við Vadehavet þann 27. júní síðastliðinn, eftir að sumarstorminn hafði lægt. Hundruðir dauðra kinda lágu eftir langri röð.

Dýraverndarsamtökin hafa ákveðið að kæra eiganda dýranna. Þau segja að fólk við Vadehavet hafi verið varað við miklum vatnavöxtunum í gegnum fjölmiðla. Eigandi kindanna hafi átt að taka mark á þessum aðvörunum. Það hafi vel verið gerlegt að koma þeim í skjól.

Jyllandsposten telur ólíklegt eigandi dýranna verði fundinn sekur um illa meðferð á þeim. Dýraverndarlög skyldi ekki bændur til að verja dýrin sín fyrir ofurvatnavöxtum. Dýraverndunarsamtökin ætla þess vegna að skrifa dómsmálaráðherra Danmerkur bréf og óska eftir því að lögum verði breytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×