Erlent

Nýtt myndband frá al Qaida

Nýtt myndband með myndum af Ayman al-Zawahri, næstráðenda al Qaida, var birt í dag. Á myndbandinu, sem er nærri 100 mínútur að lengd, birtist al-Zawahri í hvítum klæðum. Hann hvetur múslima til dáða í heilögu stríði og hvetur sérstaklega múslima í Írak til að sýna samstöðu. Hann ræðir einnig ástandið í Saudi Arabíu, Palestínu og Egyptalandi, samkvæmt heimildarmönnum SITE leyniþjónustunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×