Enski boltinn

Mánudagsslúðrið á Englandi

Torres er eftirsóttur af Liverpool
Torres er eftirsóttur af Liverpool NordicPhotos/GettyImages

Spænski framherjinn Fernando Torres hjá Atletico Madrid er heitasta nafnið í bresku slúðurblöðunum í dag og ekki í fyrsta sinn. Vitað er að Liverpool hefur mikinn áhuga á að fá Torres í sínar raðir og Daily Star heldur því fram í dag að Atletico vilji fá Peter Crouch í skiptum fyrir Torres. Daily Telegraph segir að Liverpool muni hinsvegar kaupa hann beint fyrir hvorki meira né minna en 25 milljónir punda.

Daily Mirror segir að Sven-Göran Eriksson muni vekja litla hrifningu hjá stuðningsmönnum Manchester City með því að gera sín fyrstu kaup í framherjanum Marlon Harewood frá West Ham. Þá segir Guardian að Eriksson vilji fá Freddie Ljungberg frá Arsenal.

Daily Mirror segir að Manchester United hafi samþykkt 6 milljón punda tilboð í framherjann Alan Smith frá Middlesbrough. The Sun segir hinsvegar að Harry Redknapp sé staðráðinn í að landa Smith til Portsmouth. The Sun segir að Sven-Göran Eriksson muni ákveða á næsta sólarhring hvort hann taki við Manchester City.

Tottenham hefur ekki geta landað Darren Bent fyrir 15 milljónir eins og til stóð, því Charlton vill fá meiri pening fyrir hann - Daily Mirror. Liverpool mun ekki leyfa Djibril Cisse að fara frá félaginu fyrr en samningur hans rennur út eftir næsta tímabil - nema hann verði keyptur beint - Ýmsir.

Fyrrum miðjumaðurinn Gilles Grimandi verður ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal fljótlega - The Guardian. Framtíð Arsene Wenger hjá Arsenal er nú enn frekar upp í loft eftir að nokkrir af stjórnarmönnum félagsins lögðust gegn því að hann keypti sóknarmanninn Nicolas Anelka - Daily Express.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×