Enski boltinn

Shinawatra staðfestir fund með Eriksson

NordicPhotos/GettyImages
Thaksin Shinawatra, sem í dag lagði fram formlegt yfirtökutilboð í knattspyrnufélagið Manchester City, staðfesti nú síðdegis að hann hefði þegar rætt við Sven-Göran Eriksson um að taka við knattspyrnustjórastöðunni. Eriksson mun vera að hugsa málið í augnablikinu. Claudio Ranieri hefur þegar verið boðin staðan en hann afþakkaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×