Enski boltinn

Mikel settur út úr nígeríska landsliðinu

Obi Mikel er ekki velkominn í landslið Nígeríu á næstunni
Obi Mikel er ekki velkominn í landslið Nígeríu á næstunni NordicPhotos/GettyImages

Nígeríska knattspyrnusambandið hefur sett miðjumanninn John Obi Mikel hjá Chelsea í bann frá öllum keppnum með landsliðinu eftir að hann mætti ekki í leik liðsins gegn Úganda fyrir þremur vikum. Mikel bar við meiðslum sem síðar voru staðfest af enska félaginu, en forráðamenn landsliðsins eru æfir og hafa beðið hann að éta það sem úti frýs.

"Agaleysi Mikel og skortur á skuldbindingu til landsliðsins er algjörlega óásættanegt og úr því að hann tekur félagslið sitt fram yfir landsliðið getur hann átt sig í framtíðinni. Sú staðreynd að hvorki þjálfari U-23 landsliðsins né A-landsliðsins þarf á honum að halda núna segir okkur að það skilar engu að kalla hann í landsliðin lengur. Þjálfararnir skammast sín fyrir að hafa teflt fram leikmanni sem vill frekar spila með félagsliði sínu en fyrir hönd þjóðarinnar," sagði talsmaður knattspyrnusambands Nígeríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×