Enski boltinn

Englendingar úr leik á EM

Leikmenn enska liðsins hughreysta Anton Ferdinand eftir að hann misnotaði vítaspyrnu sína
Leikmenn enska liðsins hughreysta Anton Ferdinand eftir að hann misnotaði vítaspyrnu sína NordicPhotos/GettyImages

Enska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri féll í kvöld úr leik í undanúrslitaleik Evrópumótsins þegar liðið tapaði 13-12 fyrir heimamönnum Hollendingum. Leikurinn var framlengdur og réðust úrslitin eftir langa og dramatíska vítakeppni þar sem Anton Ferdinand skaut í slá úr síðustu spyrnu enska liðsins.

Englendingar byrjuðu betur í leiknum og virtust vera með leikinn í hendi sér eftir mark Leroy Lita fyrir leikhlé. Lita átti síðar skot í stöng úr aukaspyrnu í þeim síðari, en heimamenn sýndu mikla seiglu og jöfnuðu metin á 89. mínútu með marki Marceo Ritgers. Stuart Pearce þjálfari enska liðsins kláraði allar þrjár skiptingar sínar í síðari hálfleiknum og það kostaði liðið, því meiðsli gerðu það að verkum að enskir spiluðu að heita má níu alla framlenginguna.

Í vítakeppninni dró loks til tíðinda þegar Anton Ferdinand skaut svo í slá úr annari vítaspyrnu sinni í vítakeppninni, en hann hafði áður skorað úr spyrnu líkt og Steven Taylor, sem var á annari löppinni vegna meiðsla. Það var svo Gianni Zuiverloon sem skoraði sigurmark hollenska liðsins eftir að Ferdinand náði ekki að skora. Hollendingar mæta Belgum eða Serbum í úrslitaleik mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×