Enski boltinn

Lyon: Malouda er ekki að fara til Chelsea

Florent Malouda
Florent Malouda AFP

Forráðamenn Lyon vísa þeim tíðindum alfarið á bug að franski landsliðsmaðurinn Florent Malouda sé á leið til Chelsea í sumar. Vitað er af áhuga Jose Mourinho á vængmanninum knáa og talið er að Rafa Benitez hjá Liverpool hafi einnig augastað á honum.

Malouda hefur sjálfur farið fram á að verða seldur frá Lyon í sumar og vill ólmur reyna fyrir sér á Englandi. Talað hefur verið um að Malouda færi ef til vill til Chelsea í skiptum fyrir Lassanna Diarra, en það þykir talsmanni Lyon fyndin tilhugsun.

"Öfugt við það sem við höfum heyrt, liggur ekkert samkomulag á borðinu milli okkar og Chelsea - hvorki um skipti á leikmönnum eða beina sölu. Við neituðum öllu slíku fyrir nokkrum vikum," sagði talsmaður félagsins en viðurkenndi að miðjumaðurinn Tiago væri hinsvegar líklega á förum. Hann hefur verið orðaður við bæði Juventus og Sampdoria á Ítalíu og talið er að Juve sé líklegast til að krækja í hann fyrir um 10 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×