Enski boltinn

Slúðrið á Englandi í dag

Yakubu, framherji Middlesbrough
Yakubu, framherji Middlesbrough NordicPhotos/GettyImages

Breska slúðurpressan sefur aldrei á verðinum og í dag eru margar áhugaverðar fréttir á síðum blaðanna. Flest þeirra eru á því í dag að Tottenham sé við það að landa Darren Bent frá Charlton fyrir 12-14 milljónir punda.

The Sun segir að West Ham hafi verið boðinn Javier Saviola hjá Barcelona í skiptum fyrir Carlos Tevez. Daily Star segir að Newcastle hafi gert 2,8 milljón punda lokatilboð í varnarmanninn David Rozehnal hjá PSG. Patrick Vieira segir að Thierry Henry fari frá Arsenal ef félagið kaupi ekki stórstjörnur í sumar - Daily Mirror.

The Times segir að Samuel Eto´o geri fastlega ráð fyrir því að Thierry Henry muni leika með Barcelona á næstu leiktíð, en The Sun segir að Ludovic Giuly hafi neitað því staðfastlega að hafa verið að reyna að lokka landa sinn úr herbúðum Arsenal til Barca.

Independent segir að Middlesbrough sé búið að neita 10 milljón punda kauptilboði Portsmouth í framherjann Yakubu. Aston Villa og Birmingham eru að berjast um framherjann Marlon Harewood hjá West Ham - Daily Star. Harry Redknapp er að reyna að fá Fredi Kanoute til Portsmouth frá Sevilla - Daily Star. The Sun segir að Djibril Cisse hjá Liverpool sé að reyna að fá að vera eitt ár í viðbót í láni hjá Marseille. Everton er að reyna að fá Philip Bardsley frá Manchester United - Ýmsir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×