Enski boltinn

70% stuðningsmanna City vilja ekki sjá Eriksson

Í könnun sem gerð var meðal stuðningsmanna Manchester City á Englandi fer ekki á milli mála hvaða skoðun þeir hafa á þeim fregnum að Sven-Göran Eriksson gæti orðið næstu stjóri liðsins. 70% aðspurðra vildu þannig ekki sjá Svíann taka við liðinu eftir störf hans hjá enska landsliðinu.

"Persónulega yrði ég vonsvikinn," sagði talsmaður stuðningsmanna City. "Sven er með ágætis árangur með félagsliðum en við getum ekki horft framhjá öllum mistökum hans með enska landsliðinu. Það er of langt síðan hann stýrði félagsliði og mér finnast fréttir af því að hann verði ráðinn bera vott um örvæntingu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×