Enski boltinn

Martins slapp ómeiddur eftir skotárás

NordicPhotos/GettyImages

Nígeríumaðurinn Obafemi Martins hjá Newcastle slapp ómeiddur á mánudagskvöldið þegar skotið var á hann í bifreið sinni í Lagos í heimalandi sínu. Grímuklæddir menn réðust að bifreið hans og létu skothríðina dynja á bílnum. Vinur Martins meiddist lítillega í árásinni. "Ég hélt að ég myndi deyja," sagði Martins og bætti við að árásarmennirnir hafi viljað sig dauðan því þetta hafi ekki verið ræningjar.

Leikmanninum var eðlilega brugðið eftir þessa lífsreynslu og flaug hann beint til Ítalíu í kjölfarið. Hann er nú að íhuga framtíð sína með landsliði Nígeríu og er tregur til að snúa aftur til æfinga með liðinu. "Móðir mín óttast að þeir muni koma aftur og mér finnst ég ekki vera óhultur í landinu."

Martins er ekki fyrsti nígeríski leikmaðurinn sem ráðist er á í landinu eftir að hann snýr heim frá því að spila með liði sínu í Evrópu, en áður höfðu tveir aðrir leikmenn komist í hann krappann við svipaðar aðstæður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×