Enski boltinn

Mourinho: Chelsea mun eyða litlu í sumar

NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir að félagið verði sannarlega ekki á meðal þeirra sem eyða mestu fé til leikmannakaupa í sumar. Hann vill meina að þetta muni aðeins hjálpa liðinu í baráttunni um titilinn á næstu leiktíð, því þá verði minni pressa á liðinu.

"Það verða líklega Liverpool, Manchester United, Tottenham og hugsanlega Arsenal sem eyða mestu til leikmannakaupa í sumar. Það verður ekki Chelsea - svo mikið er víst. Ég er ekki viss um að menn eigi eftir að spá Chelsea titlinum á næstu leiktíð út af þessu. Ég vona líka að fjölmiðlar eigi eftir að setja pressuna á þá sem eyða mestu fé eins og þeir hafa gert við okkur undanfarin ár.

Menn spyrja okkur af hverju við höfum aðeins unnið tvo bikara á síðustu leiktíð í stað þess að vinna fjóra - en ég skil ekki af hverju þeir spyrja ekki Arsene Wenger og Rafa Benitez af hverju þeir unnu ekki einn einasta titil," sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×