Enski boltinn

Enska knattspyrnusambandið kvartar vegna kynþáttahaturs

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Enska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér formlega kvörtun til UEFA, þar sem fram kemur að sambandið sé óánægt með framkomu áhorfenda Serbíu í leik Englands og Serbíu á EM U21. Áhorfendur öskruðu að varnarmanni Englands, Nedum Onuoha, með niðrandi hætti um hörundslit hans.

Einnig kemur fram í kvörtuninni, að í leikmannagöngunum eftir leikinn hafi að minnsta kosti einn leikmaður Serba gert lítið úr hörundslit Justin Hoyte. Dómari leiksins varð vitni af þessu og greindi frá þessu í leikskýrslu sinni eftir leikinn.

Með sigrinum tryggðu Englendingar sér sæti í undanúrslitum keppnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×