Erlent

Reynt að seinka kynþroska kvenna í Kamerun

Myndin tengist ekki fréttinni
Myndin tengist ekki fréttinni MYND/AFP

Fjórða hver stúlka í Kamerun hefur upplifað það að brjóst hennar séu strokin niður með steinum eða keflum með það að markmiði að draga úr vexti þeirra og seinka kynþroska. Þetta er gert til að athygli karlmanna beinist ekki að þeim of snemma og eins til að koma í veg fyrir ótímabæra þungun.

Um gamla hefð er að ræða sem einnig þekkist í öðrum Afríkuríkjum. Meðferðin hefst þegar stúlkurnar eru allt niður í 8-10 ára gamlar. Oftast eru það mæður eða frænkur þeirra sem meðhöndla brjóstin með þessum hætti en sumar gera það sjálfar.

A - magasínið í Noregi greinir frá því að stúlkurnar hljóta oft varanlegan skaða, brjóstin eru afmynduð og geta margar ekki gefið börnum sínum brjóst. Það leiðir í sumum tilfellum til þess að börnin komast ekki á legg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×