Enski boltinn

Darren Bent neitaði West Ham

Darren Bent vildi ekki fara til West Ham
Darren Bent vildi ekki fara til West Ham NordicPhotos/GettyImages

Enski landsliðsmaðurinn Darren Bent neitaði í kvöld að ganga í raðir West Ham eftir að félagið hafði samþykkt að greiða fyrir hann uppsett verð. Charlton samþykkti kauptilboðið en Bent neitaði að semja við West Ham eftir að hafa fundað með forráðamönnum félagsins.

Talsmaður Charlton segir að vonandi þýði þessi tíðindi að leikmaðurinn verði áfram hjá liðinu og hjálpi því í baráttunni í Championship deildinni á næstu leiktíð, en West Ham var að þeirra sögn eina liðið sem var tilbúið að greiða uppsett verð fyrir leikmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×