Enski boltinn

Smith gæti farið frá United

AFP

Framherjinn Alan Smith gæti farið frá Old Trafford í sumar ef hann fær ekki frekari staðfestingu á því að hann sé inni í myndinni með aðalliði Manchester United. Smith hefur ekki náð að vinna sér sæti í aðalliðinu síðan hann fótbortnaði illa á sínum tíma.

"Ef stjórinn segir mér að hann vilji nota mig á næsta tímabili, yrði ég glaður að spila fyrir hann áfram. Ef ég er hinsvegar ekki inni í myndinni - verð ég að leita annað," sagði Smith í samtali við Sun. "Ef enginn vill mann lengur, verður maður að skoða aðra kosti. Ég vil vera byrjunarliðsmaður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×