Enski boltinn

Tevez hefur áhuga á Inter

NordicPhotos/GettyImages

Argentínski framherjinn Carlos Tevez hjá West Ham segist hafa heyrt af því að Inter Milan á Ítalíu hafi áhuga á að fá sig í sínar raðir. Það þykir honum áhugavert þar sem fyrir hjá liðinu eru þrír af félögum hans í landsliðinu, þeir Hernan Crespo, Julio Cruz og Walter Samuel.

"Ég veit að Inter hefur áhuga á að fá mig til Ítalíu og það yrði gaman að prófa að spila þar - sérstaklega í liði sem hefur svo marga Argentínumenn í sínum röðum," sagði Tevez. "Það munu verða haldnir fundir þar sem þessi mál verða rædd en ég veit ekkert um málið enn sem komið er," sagði framherjinn þar sem hann er nú við æfingar í Venezuela með landsliðinu í undirbúiningi fyrir Copa America.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×