Enski boltinn

Vieira: Horfið til Englands

Patrick Vieira vill sjá knattspyrnuyfirvöld á meginlandinu taka sér Englendinga til fyrirmyndar í öryggismálum
Patrick Vieira vill sjá knattspyrnuyfirvöld á meginlandinu taka sér Englendinga til fyrirmyndar í öryggismálum

Miðjumaðurinn Patrick Vieira hjá Inter Milan er einn þeirra knattspyrnumanna sem hefur nú tjáð sig opinberlega um ástandið á knattspyrnuvöllum á meginlandi Evrópu. Komið hefur til átaka á völlum í deildarkeppnum og í Evrópukeppni og skorar Vieira á ráðamenn á meginlandinu að taka sér Englendinga til fyrirmyndar í öryggismálum.

"Ég er búinn að vera á Ítalíu í tvö ár og ég á ekki orð yfir því sem ég er að sjá á völlunum hérna. Ég skil ekki hvernig stuðningsmenn liða hérna komast upp með að hjóla á reiðhjólum uppi á stúkunum og smygla með sér vopnum og ég veit ekki hverju inn á vellina. Ég var að koma frá Englandi þar sem fólk virðir reglur sem gilda á völlunum og öryggi leikmanna er alltaf fyrsta flokks. Allir vita að stefnir í óefni í Evrópu, en það er eins og enginn vilji gera neitt í málinu fyrr en eitthva skelfilegt kemur fyrir. Ég skil þetta ekki.

Það er hinsvegar mjög jákvætt að horfa til þess hvernig hlutirnir voru á Englandi fyrir 15-20 árum og sjá hvernig þeir eru í dag. Það er til algjörrar fyrirmyndar og ég held að menn ættu að reyna að gera það sama á Ítalíu, Frakklandi og á Spáni," sagði Vieira í samtali við The Sun, en hann spilaði með Arsenal um árabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×