Enski boltinn

Drogba: Klúðruðum titlinum um jólin

AFP

Framherjinn Didier Drogba segir að Chelsea hafi misst af enska meistaratitlinum með því að klúðra tveimur deildarleikjum í jólatörninni og segir að meiðsli hafi verið helsta ástæðan fyrir slæmu gegni liðsins á þessum tímapunkti.

"Chelsea tapaði titlinum í hendur Manchester United með því að gera jafntefli við Reading og Fulham og ástæða þess var fyrst og fremst meiðsli," sagði Drogba, en báðum þessum leikjum lauk með jafntefli 2-2. "Við áttum samt ótrúlegt tímabil þó við næðum ekki að vinna titilinn og því getur enginn neitað," sagði Drogba í samtali við The Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×