Enski boltinn

Slúðrið á Englandi í dag

Ársmiði á JJB Stadium, heimavöll Wigan, er helmingi dýrari en ársmiði á Nou Camp hjá Barcelona ef marka má frétt Sunday Mirror.
Ársmiði á JJB Stadium, heimavöll Wigan, er helmingi dýrari en ársmiði á Nou Camp hjá Barcelona ef marka má frétt Sunday Mirror. NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið News of the World fullyrðir að Manchester United sé við það að ganga frá kaupum á argentínska framherjanum Carlos Tevez frá West Ham, en megi þar eiga von á harðri samkeppni frá ítölsku meisturunum í Inter Milan.

News of the World er fullt af safaríkum slúðurfréttum í dag og þar segir m.a. að amerískir eigendur Liverpool ætli ekki að moka stórum fjárhæðum í Rafa Benitez til að kaupa leikmenn í sumar. Manchester United ætli í kapp við Juventus um kaup á hollenska framherjanum Klaas Jan Huntelaar. Robbie Fowler sé í viðræðum við LA Galaxy og að Luis Figo sé einnig á leið vestur um haf og að Claude Makelele hjá Chelsea sé í viðræðum við Houston Dynamo í MLS deildinni.

Bryan Robson ætlar að reyna að fá miðjumanninn Robbie Savage til Sheffield United frá Blackburn - The People. Newcastle hefur gert 9 milljón punda tilboð í Craig Bellamy - News of the World. David Nugent mun örugglega fara frá Preston í sumar og semja við lið í úrvalsdeildinni - News of the World.

Bolton er tilbúið að selja miðjumanninn Kevin Nolan og hefur það vakið áhuga Everton, West Ham, Middlesbrough, Manchester City og Sunderland - The People. Jermain Defoe neitaði að fara aftur til West Ham eftir að félagið bauð í hann 12 milljónir punda - News of the World. Bolton er á höttunum eftir vængmanninum Nicky Hunt hjá Reading - News of the World. Yakubu er að fara frá Middlesbrough og West Ham hefur sett 10 milljón punda verðmiða á Nigel Reo-Coker - News of the World.

Rúsínan í pylsuendanum er svo áhugaverð frétt Sunday Mirror sem segir að það verði ódýrara að kaupa miða á leik með Barcelona en með Wigan á næstu leiktíð - þegar ársmiði á leik með Wigan muni kosta 250 pund en ársmiði á Nou Camp aðeins 110 pund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×