Enski boltinn

Wenger ætlar að standa við samning sinn

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger segist ætla að standa við samning sinn við Arsenal en hann gildir út næsta ár. Mikið hefur verið rætt um framtíð Wenger og Thierry Henry hjá félaginu undanfarið, en stjórinn segist ekki ætla að byrja að taka upp á því að svíkja samninga á gamalsaldri.

"Ég á ár eftir af samningnum og ætla mér að klára það. Ég hef aldrei svikið samning á ævi minni og ég mun setjast niður með stjórninni næsta sumar og skoða framhaldið," sagði Wenger. Hann ætlar liðinu að bæta árangur sinn frá síðustu leiktíð.

"Við náðum fjórða sætinu síðast með jafn mörg stig og Liverpool, en við erum með ungt lið sem ég vil meina að eigi mikið inni. Við munum þó ekki kaupa leikmenn nema við fáum tækifæri til að næla í menn með einstaka hæfileika."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×