Enski boltinn

Slúðrið á Englandi í dag

Teitur Þórðarson
Teitur Þórðarson Mynd/Vilhelm

Teitur Þórðarson, þjálfari KR, er nefndur á nafn í ensku slúðurblöðunum í dag þar sem Daily Express fullyrðir að hann hafi áhuga á að taka við liði Motherwell í Skotlandi. Ekkert mun vera til í þessum skrifum blaðsins, en að venju er af nógu að taka í bresku pressunni þennan daginn.

Gabriel Heinze er sagður við það að ganga í raðir Real Madrid fyrir 7 milljónir punda - Daily Mail. Miðjumaðurinn Florent Malouda hjá Lyon segist ekki geta ákveðið hvort hann eigi að ganga í raðir Chelsea vegna Didier Drogba eða Liverpool vegna Rafa Benitez - The Sun. Birmingham íhugar að bjóða í framherjann Mido hjá Tottenham - Daily Star.

Barcelona heldur því fram að nú sé aðeins tímaspursmál hvenær Thierry Henry tilkynni stjórn Arsenal að hann vilji fara til Spánar - Mirror. West Ham og Tottenham eru að slást um að kaupa framherjann Darren Bent af Charlton fyrir 18 milljónir punda - Mirror.

Bournemouth vill fá til sín gamla brýnið Teddy Sheringham ef hann er til í að fara niður um deildir - Daily Star. Preston hefur fest 7 milljón punda verðmiða á framherjann David Nugent - The Sun. Everon og Blackburn gætu skipt á framherjunum James Beattie og Jason Roberts - Mirror.

Ryan Giggs segir að koma þeirra Anderson og Nani til Manchester United gæti gert það að verkum að hann yrði fastur á varamannabekknum næsta vetur - The Sun. Markvörðurinn Mark Schwarzer segir að það sé félaginu sjálfu að kenna að Mark Viduka hafi ákveðið að fara til Newcastle, því félagið hafi dregið lappirnar í samningaviðræðum við hann - Mirror.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×