Enski boltinn

Robben með nýjan samning á borðinu

NordicPhotos/GettyImages

Umboðsmaður og faðir hollenska knattspyrnumannsins Arjen Robben hjá Chelsea segir son sinn vera langt kominn með að undirrita nýjan fimm ára samning við Lundúnaliðið. Forráðamenn Real Madrid lýstu því yfir í gær að þeir ættu í viðræðum um kaup á leikmanninum og vöktu þær yfirlýsingar litla hrifningu í herbúðum Chelsea.

"Við erum komnir langt í samningaviðræðum við Chelsea og ég reikna með því að Arjen verði fimm ár í viðbót hjá félaginu," sagði Hans Robben í samtali við London Standard. Hann var spurður út í áhuga Real Madrid í framhaldinu og svaraði afdráttarlaust. "Ég hef hvorki hitt né rætt við einn eða neinn frá Real Madrid," sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×