Enski boltinn

Henry spenntur yfir áhuga AC Milan

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal hefur nú varpað meiri óvissu á framtíð sína hjá félaginu eftir að hann viðurkenndi að það hefði verið sér gríðarlegt áfall þegar stjórnarformaðurinn David Dein hætti á dögunum. Hann viðurkennir að meintur áhugi AC Milan á að fá hann í sínar raðir vekji forvitni sína.

"Ég var í rusli eftir að David Dein fór frá félaginu og ég veit ekki hvað gerðist og vil ekki vita það," sagði Henry og var svo spurður út í orðróminn um að AC Milan vildi fá hann í sínar raðir.

"Það er gaman að heyra það. Hvernig getur það verið annað en gaman? Eins og ég hef oft sagt, er ég leikmaður Arsenal í augnablikinu, en undanfarið hafa hlutir gerst hér hjá félaginu sem ekki áttu að gerast. Það eina sem ég segi er því að ég er leikmaður Arsenal - en það er gaman að heyra að AC Milan hafi áhuga," sagði Henry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×